Senn verður laufið grænt á grein, og gyllt hver stöng á akurrein. Sen lætur blómið blessað vor þér brosa mót við sérhvert spor. En ég kveð sæla Sjálandsströnd, er signað vorið fer í hönd. Og yfir haf mig flytur fley að fannahvítri Garðarsey. því lýsi nú hið litla blað, sem löngum fyrir þér ég bað. Að von og elska verði þér, hvað vor og sumar blómum er.